Aníta fer til Kenya

Aníta fer til Kenya
past over 2 years ago

Starts: Monday, 1 February, 2016 07:00pm

Ends: Monday, 1 February, 2016 10:00pm

Event Details

Nú er ég búin að vera í sambandi við stelpu sem er að opna munaðarleysingjahæli í Nairobi, Önnu Þóru, og mæli ég með því að þið lesið um það sem hún og vinkona hennar eru að gera þarna úti!
https://www.facebook.com/styrktarfelagvillekulla
https://www.facebook.com/villekullachildrenshome

------- ALLAVEGA. --------
Nú langar mig að mæta til þeirra með eins mikið af nauðsynjum og ég get borið, því þeim veitir ekki af!
Þess vegna leita ég til ykkar elsku fólk:
> Lök
> Samfellur
> Sængurföt
> Bækur
> Léttar buxur
>Sokkabuxur
>Bækur og skemmtilegheit fyrir börnin

... og endalaust meir sem ykkur dettur í hug að barnaheimili þarfnast, ég vildi nú óska þess að ég gæti tekið heilu 50 kílóin með mér en svo er ekki, þess vegna hef ég einnig stofnað netsöfnun, þar sem peningurinn fer allur óskiptur beint inná reikning Villekulla heimilisins.

------ Þið getið nálgast netsöfnunina hér: -------
http://netsofnun.is/Sofnun/Vorur/4589/0/
Þar er ég með til sölu alls konar skemmtilegheit sem væri rosalega fínt að fá beint upp að dyrum.

Frjáls framlög eru auðvitað meira en vel þegin og þá er hægt að millifæra beint inná Styrktarfélag heimilisins :
Reikningsnúmer : 537-14-407270
Kennitala: 450315-1760

Endilega hafið samband í einkaskilaboðum, hér fyrir neðan eða í símann minn 691-0696!

Kveðja,
Aníta Guðlaug

<3